15. febrúar 2009

Þrautaganga

Ekki hefur brauðgerðin gengið þrautalaust fyrir sig. Næturbökunin virkaði vel að því leytinu að græjan fór í gang. Brauðið hrundi hins vegar. Prófaði aðeins að breyta uppskriftinni. Sama sagan. Breytti aðeins meir, en útkoman alltaf sú sama.

Orðið slatti af hveiti sem hefur farið í þetta...

Í dag breytti ég uppskriftinni enn. Viti menn, út kom þetta fína brauð. Í sjöttu tilraun :-) Það smakkaðist virkilega vel. Helsti gallinn finnst mér vera að lagið á brauðum úr svona brauðvél er óhentugt. Sneiðarnar eru mjög stórar og erfitt að skera brauðið þegar það er nýtt.

Skýringin á bökunarvandræðunum virðist vera rakinn sem er hér nú. Það rignir dag eftir dag eftir dag. Í miklum raka þarf sem sagt að minnka aðeins vatnið sem sett er í deigið. Ég á nú alveg von á því að þurfa að bæta við vatni síðar meir, því rakinn núna telst til undantekninga.

En nú erum við komin í gang. Svo er bara að fikta sig áfram með mismunandi brauðtegundir.

1 ummæli:

AAA sagði...

Góðan daginn, heyrðu þetta var bara fínasti pistill hjá þér! Sko ég á alveg eins vél og ég hef nú bakað soldið með henni (tók mig ekki 7 tilraunir að fá gott brauð heldur bara boom fyrstu tilraun þá fékk ég helvíti gott brauð :D) en ég er orðinn þreyttur á því að borða sama brauðið aftur og aftur hehe ég hef nú verið að leita soldið á netinu eftir uppskriftir en finn ekki neitt fyrir þessa vél. Nú ég er búinn að vera góooogla á fullu og viti menn datt inná siðuna þína :D þannig endilega ef þú hefur prófað þig eitthvað áframm að þá er ég meira en til að stela frá kappanum einhverja fína uppskrift ef þú getur lummað á einhverju svoleiðis:D þú sendir bara mail ef þú hefur tíma eða ef þú ert með eitthvað jucy!
Takk takk Víglundur.
ps. Viggi007@hotmail.com

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...