Nú í morgun tilkynnti seðlabanki Malaví um 50% gengisfall malavíska kvakans. Jæja, bankinn sagði reyndar 49%, en tölurnar eru þvílíkar að mér finnst betra að rúnna þær. Fyrstu fréttir benda líka til að gjaldeyrissalar muni færa gengið enn neðar.
Stærsti peningaseðillinn er 500 kvakar. Það jafngilti um 400 krónum ef ég tók pening úr hraðbanka. Nú er hann jafnvirði 200 króna.
Ekki veit ég hvernig áhrif 50% gengisfelling hefur á manns daglega líf. En ég kemst sjálfsagt að því á næstu dögum. Stóra spurningin er auðvitað hvað gerist fyrir verðlag.
Fróðlegt fyrir hagfræðimenntaðan manninn að fá að fylgjast með þessu.
7. maí 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Þetta er mjög áhugavert, en kannski viðbúið - IMF hafði gert kröfu um gengisfellingu á síðasta ári, eftir að erlent fjármagn hætti að flæða inn í hagkerfið í formi þróunaraðstoðar, og tóbak lækkaði jafnframt í verði á alþjóðamörkuðum. Forsetinn neitaði að verða við því, svo að öllum líkindum er nýr forseti að bregðast við þessum aðstæðum. Það verður spennandi að sjá hvernig afleiðingarnar verða fyrir íbúana. Þú ert með puttann á púlsinum og heldur okkur vonandi upplýstum.
Bestu kveðjur til fjölskyldunnar!
Skrifa ummæli