Við tókum þessu nú bara með ró og mættum svona korteri fyrir leik. Allt var stútfullt útúr dyrum og greinilega var þetta svona tveimur tímum of seint til að fá þokkaleg sæti. Við settumst niður fyrir aftan aðra endalínuna og sátum þar á jörðinni. Sáum mjög vel þegar eitthvað var í gangi nálægt okkar enda, en ekki nokkurn skapaðan hlut þegar leikurinn var á hinum vallarhelmingnum.

Nokkuð þótti Rúnari Atla koma til vélhjólasýningar sem var nokkrum mínútum fyrir leik. Þar voru mættir meðlimir allra vélhjólaklúbba bæjarins og þöndu vélar sínar til hins ýtrasta.

Við skemmtum okkur vel þrátt fyrir að vera ekki í ákjósanlegum sætum. Borðum nestið okkar og æstum okkur þegar skorað var og eins þegar slagsmál hófust milli leikmanna.
1 ummæli:
Var það ekki hann Rúnar Atli sem vildi endilega að mamma sín keypti sér svona hjólhest í fyrra í staðin fyrir bíl? Skil hann vel að hafa verið heillaður:-)
Koss og knús frá okkur í Norge
Skrifa ummæli