Í morgun gafst þó Rúnari Atla einstakt tækifæri sem hann greip fegins hendi. Var hann nýkominn úr sturtu og sat mamma hans á rúmstokknum. Stökk hann þá af stað og áður en hendi væri veifað var hann búinn að klifra upp á axlir hennar.
Gobbedí, gobb og hott-hott!
Þau taka sig nú vel út og má vart á milli sjá hvort er ánægðara með sig.

„En, Rúnar Atli, hvernig ferðu niður?“

„Maaammmmaaaa, ertu alveg brjáluð? Pabbi gerir ekki svona!“

En allt er gott sem endar vel og hægt að hlæja að þessu. „Heyrðu, mamma, ekki kremja mig...“

1 ummæli:
Rosalega er drengurinn líkur honum Dodda frænda sínum, þegar hann var á sama aldri.
Vona að þið eigið ekki eftir að drukkna þarna í rigningunni:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla
Skrifa ummæli