Á miðvikudaginn stoppuðum við í litlum krúttlegum námabæ, Tsumeb að nafni. Ýmislegt skemmtilegt sem fyrir augu ber, eins og þessi litlu lestarvagnar með pálmatrjám. Áreiðanlega hafa vagnar þessir farið margar ferðir inn í koparnámurnar sem þarna eru.

En ég ætlaði nú að ræða matseldina hér í Namibíu. Við stöðvuðum nefnilega í Tsumeb um hádegisbilið og skelltum okkur inn á sérlega huggulegan „bjórgarð“ eins og Namibíumenn nefna litla veitingastaði sem oft eiga þýskar rætur.
Eftir að skoða matseðilinn bið ég um hamborgara. Spyr hvort hann komi með frönskum. „Nei,“ er svar þjónustustúlkunnar. „Er hægt að kaupa franskar aukalega?“ álpast ég til að spurja. „Nei, við bjóðum ekki upp á svoleiðis!“
Ók, hugsa ég, en panta nú borgarann samt og datt í hug að kannski kæmi eitthvað annað með, salat t.d.
Og viti menn, með borgaranum var þetta fína salat...
.jpg)
...ekki verður af Namibíumönnum skafið að þeir vilja kjöt og eru lítið fyrir græna dótið...
1 ummæli:
agargggggggggggggg æðislegur borgari og sérstaklega salatið hahahahhahha
Skrifa ummæli