17. október 2006

Áhyggjuefni?

Fór og lét klippa mig í dag.

Síðan ég kom hingað í byrjun árs þá hef ég tekið upp á þeim sið,
kannski ósið, að þegar ég er búinn í hárgreiðslunni, þá panta ég mér
alltaf tíma fjórum vikum síðar. Á sem sagt alltaf einn tíma í
hárgreiðslu útistandandi.

Flottur.

En í morgun tók fyrst steininn úr. Ég pantaði mér tíma um miðjan
nóvember, en lét ekki staðar numið þar. Nú á kappinn tíma 14. nóvember
og líka 16. desember.

Ástæða til að fá áhyggjur? Veit ekki. Hvað skyldi Gestur Einar segja um
svona lagað?

Er hins vegar alltaf flottur um hárið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er nú hálfhræddur um þig. Þú ert nú næstum því of skipulagður:)
einn sem segir að það reddast

Davíð Hansson Wíum sagði...

Ég myndi fara að hafa áhyggjur...

Nafnlaus sagði...

www.gedhjalp.is

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...