22. október 2006

Mósambík

Skrapp í skottúr til Mósambíkur í vikunni. Var boðaður á fund þangað.
Fór á miðvikudagseftirmiðdegi héðan, flaug í tvo tíma til
Jóhannesarborgar, en þar er helsti skiptiflugvöllur svæðisins. Þurfti
að bíða nokkuð þar, en vélinni til Mapútó seinkaði um heilan
knattspyrnuleik. Flugið til Mapútó var síðan ekki nema þrjú kortér eða
svo. Þá tók við bið eftir vegabréfsáritun. Tók biðin annan
knattspyrnuleik. Kom svo á hótelið rúmlega 10 um kvöldið.

Sá lítið af landinu. Fór á milli hótels og fundarstaðar nokkrum sinnum,
kom á tvo matsölustaði og sá eina rannsóknastofu og
eftirlitsskrifstofu. Sú síðastnefnda er reyndar í rauða hverfi
borgarinnar. Ég var þar rétt eftir hádegi, þ.a. ég varð nú bara að taka
orð leiðsögumannsins trúanleg hvað þessa kvöldstarfsemi áhrærir. Svo í
gærmorgun var mætt út á völl í Mapútó klukkan fimm að morgni og komið
til Windhoek rétt eftir hádegi.

Frekar tíðindalítil ferð sem sagt. En þarna væri gaman að koma sem
ferðamaður. Hótelið var á ströndinni, Indlandshafsströnd, og greinilega
nokkuð af ferðamönnum sem koma þarna. Seinna.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...