23. október 2006

Mamman mætt

Þá er Gulla mætt á svæðið. Með fríðu föruneyti. Samanstendur það af
tveimur vinkonum Tinnu Rutar sem náðu að safna sér sjálfar fyrir
ferðalagi hingað.

Geri aðrir betur.

Ferðalagið gekk alveg ágætlega, ef frá skilið er vesen vegna
handfarangurs í London. Þau mál redduðust að lokum, en ekki þó fyrr er
tvisvar hafði verið staðið í sömu biðröðinni. Sagan segir að í fyrra
skiptið hafi röðin verið einn kílómetri að lengd, og í seinna skiptið
þrír kílómetrar. Hvorki meira né minna.

Við létum verða okkar fyrsta verk að kíkja á nýja húsið tilvonandi. Ég
hef nú ekkert rætt það í þessum dagbókarbrotum, en af ýmsum ástæðum var
húsið okkar ekki alveg nógu hentugt. Stendur það nú til bóta. Gullu
leist ljómandi vel á nýja húsið og efumst við ekki um að í því mun
okkur líða vel. Þangað flytjum við líklega 1. desember.

Rúnar Atli er virkilega ánægður með að hafa endurheimt mömmu sína.
Hoppar hann og skoppar um allt af gleði.

Mamman er víst alltaf best.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...