Lögðum af stað til Etosha þjóðgarðsins á föstudaginn. Þar er verið að
betrumbæta gistiaðstöðu og þurftum við því að gista rétt utan garðs.
Þar var þessi fíni matsalur, þar sem þjónar og kokkar mættu við
upphaf máltíðar og tóku lagið fyrir gesti. Mjög sérstök upplifun, en
skemmtileg. Síðasta lagið af þremur var óður til hins ágæta suður-
afríska líkjörs, Amarúlla. Gaman.
Hins vegar var nokkuð af skorkvikindum þegar tók að skyggja. Vorum
við ósköp fegin því að sofa undir moskítóneti þá nóttina.
Síðan á laugardag var ekið inn í garðinn. Hófst dagurinn á rigningu,
sem vissi ekki á gott. Fór þannig að okkur gekk bölvanlega að finna
nokkur dýr og urðum við með miklum vonbrigðum með þessa ferð. Ekki
einn einasti fíll. Ekki einu sinni gíraffi sýndi á sér hálsinn. Að
vissu leyti endaði þetta því sem fýluferð.
En svona er víst lífið. Ekki alltaf eins og best verður á kosið.
1 ummæli:
Ég kannast við svona fýluferðir, ekki svo gaman. Þær þurfa bara að koma aftur þá er fult af fílum og gíröfum
Skrifa ummæli