16. desember 2005

Styttist í jólin...

Úff, eyddi stórum hluta dags að fara yfir próf. Var byrjaður fyrir löngu síðan, en dregist hefur að ljúka þessu af. En þetta tókst á nokkrum klukkutímum - mikið er það gott. Ég var ekki lengi að koma mér frá skrifborðinu þegar þessu lauk. Yfirferðir á prófum og verkefnum eru það sem mér finnst langsamlega leiðinlegast við að kenna. Enda lagði ég nokkra vinnu í að verkefni annarinnar væru yfirfarin af tölvu. Þá koma einkunnir um leið og verkefninu lýkur - frábærar þessar tölvur.

Annars ekki frá miklu að segja núna. Tinna Rut er með kveðjupartí í kvöld, þ.a. sólstofan er bannsvæði fyrir foreldra. Einhver gaman/hrollvekja var tekin á leigu og á þetta á að horfa... Ætli við gömlu hjónin förum ekki bara snemma að sofa - ég er víst að kenna frá níu til eitt í fyrramálið... stuð, stuð og aftur stuð...

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...