Jesús minn góður, haldið ég hafi ekki uppgötvað að Davíð hafi verið að blogga á laun síðan í október - ekki eitt einasta píp frá drengnum um þetta. Ég meina, að láta ekki stóra bróður sinn vita af svona hlutum! Spurning að segja mömmu, ha-ha. En ég hef greinilega ekki lesið bloggið hennar Siggu síðan í byrjun október, því hún greip drenginn víst glóðvolgan og opinberaði þetta allt saman á síðunni sinni. En, ég hef ekki fylgst með lengi, og því kom sjokkið núna...
Jæja, ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur safna liði - eða þannig sko. Þótt titill síðunnar gefi til kynna að ég sé í Windhoek, þá er ég nú ekki alveg kominn þangað. Legg af stað eftir - Tinna, hvað er langt í brottför? - 23 daga, ásamt Tinnu Rut og Rúnari Atla. Var reyndar búinn að ákveða að koma bloggsíðu í gang fyrir brottför, svo fréttirnar um Davíð gáfu mér bara sparkið í rassinn sem nauðsynlegt var. Ég setti smásíðu af stað á myOpera.com fyrir nokkru síðan, en það virðist sem vefþjónninn þeirra detti stundum út og ég nenni ekki svoleiðis veseni. Prófum þetta núna og sjáum til.
14. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli