14. desember 2005

Stór dagur í dag

Þá er brúðkaupsafmælisdagurinn runninn upp - búinn að vera giftur sömu konunni í 19 ár. Ekki slæmur árangur það og við meira segja tölust ennþá við :-) Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þessi 19 ár hafa liðið á örskotsstund en einhvern veginn finnst mér mjög langt þangað til næstu 19 ár hafa liðið. En þetta er nú merkisdagur verður að segja.

Ég verslaði tölvu handa henni Gullu minni áðan. Keypti líka tvær jólagjafir svona úr því að ég var farinn að eyða peningum. En þar sem Gulla ætlar að selja mömmu gömlu tölvuna (ath að orðið „gömlu“ á við tölvuna...) svo mamma geti fylgst með okkur þegar við erum flutt út, þá var nauðsynlegt að kaupa nýja. Tölvu þ.e.a.s. Verslaði 14" iBook - fínn gripur - og á Gulla örugglega eftir að finna mikinn mun frá gömlu 12" iBookinni sinni.

Síðan var jólateiti í vinnunni. Ragnheiður Gröndal mætti ásamt bróður sínum og söng nokkur jólalög. Ekki þessi hefðbundnu, heldur lög sem maður heyrir ekki oft. Gaman að því, enda syngur hún vel. Reyndar varð ein lítil stúlka dauðhrædd þegar sungið var um jólaköttinn! Svo voru allir leystir út með jólagjöfum og kossi frá Guðfinnu rektor.

Núna sit ég í frímínútum. Er að kenna tilvonandi verðbréfamiðlurum þjóðhagfræði og þeir þurfa víst að fá mat til að halda út í þrjá klukkutíma í viðbót. Ekki mjög gaman að kenna frá fimm til níu að kvöldi dags. En svona er það nú samt. Ég þarf að vinna fyrir salti í grautinn og þau vilja menntunina. Jæja, tími á að halda áfram að kenna.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...