Til eru fleiri snillingar heldur en Sigmund, Halldór og Henrý Þór sem gera málefnum, sem hátt ber hverju sinni, skil á teiknuðu formi. Í Malaví birtast teiknaðar myndir af þessu tagi í dagblaði, sem nefnist Þjóðin (The Nation), eftir mann sem heitir Ralph Mawera. Myndaflokk sinn nefnir hann „Point of order“ sem mætti útleggja sem „Þetta er vítavert!“ á því ylhýra, með tilvísun í hvað forseta alþingis ber að segja „[e]f þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber
þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með
öllu frá umtalsefninu...“ (gr. 78 í lögum nr. 55 frá 1991 um þingsköp).
Undanfarið ár hafa launamál ríkisstarfsmanna í Malaví verið reglulega í fréttum. Malavíski kvakinn hefur fallið gríðarlega gagnvart helstu gjaldmiðlum, sem hefur ollið hárri og viðvarandi verðbólgu í landinu. Ríkisstarfsmenn hafa kvartað mikið yfir launum sínum, hótað aðgerðum, og fyrr á árinu lögðu þeir niður störf í rúma viku. Ýmis opinber fyrirtæki hafa glímt við verkföll. Ríkið hefur þrisvar undangengið ár hækkað laun ríkisstarfsmanna, en mun minna er kröfur hafa verið gerðar um.
Fyrir u.þ.b. viku gerðist það að þingmenn úrskurðuðu sjálfum sér dágóða hækkun á dagpeningum og ýmsum sporslum sem þeir eiga rétt á. Loguðu blöð og útvarpsstöðvar í vanþóknun á þessu. Og svo kom þessi mynd frá honum Ralph Mawera - „Þetta er vítavert!“ (smellið á myndina til að sjá hana stærri.)
Þar sjáum við horaðan og væskilslegan ríkisstarfsmann sitja að snæðingi yfir hálftómum diski. Á næsta borði situr búlduleitur þingmaður hámandi í sig mat og svignar borðið undan kræsingum. Þjónn frá þinginu ber honum síðan góða viðbót. Ríkisstarfsmaðurinn horfir á í forundran: „Allt þetta bara í eftirrétt?“ spyr hann.
Neðst á myndinni sjást tveir menn. Annar segir: „Þeim sem mikið hafa, þeim verður meira gefið,“ og hinn svarar: „Að sjálfsögðu.“
Ég er nú ekki frá því að þessa mynd mætti staðfæra yfir á íslenskar aðstæður. Eða hvað?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli