Í gær lenti ég í því að Excel hrundi á vinnutölvunni hjá mér. Gerist öðru hverju, enda er tölvan með Windows stýrikerfisrusli.
Hvað um það, excel reyndi að sýnast gáfað þegar ég endurræsti og bauð mér upp á val á milli þess að opna síðustu útgáfu sem ég vistaði, eða síðustu útgáfu sem excel sjálft setti einhvers staðar til hliðar. Sjálfsagt vitandi það að hrunið mun koma fyrr en seinna.
Nema hvað, mér þótti svolítð merkileg dagsetning á öðru skjalinu sem ég var með opið. Svo merkilegt að ég bað tölvuna að taka mynd af þessu fyrir mig.
Lítið á neðsta skjalið. Þessi útgáfa af skjalinu var búin til klukkan 2:00 að morgni 1. janúar árið - já haldið ykkur - árið 1601!
Það mætti halda að maður væri í einhverri skáldsögu Jules Verne.
En mikið er excel sem sagt heimskt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli