Rúnar Atli fór í gær á sínu fyrstu karate-æfingu í Malaví. Hann var jú í karate á Íslandi í fyrra, en var ekki spenntur fyrir því í haust eftir að við komum hingað.
Ég skal alveg viðurkenna að hafa ýtt svolítið á hann núna að byrja aftur. Mér finnst karate fínt fyrir stráka og stelpur á hans aldri. Þau læra aga og svo er jú heilmikið af alvöru æfingum í karate. Og góðar teygjuæfingar líka. Gott að venjast ungur á að styrkja skrokkinn.
Þegar ég kom heim í gær þá vildi ég auðvitað vita hvernig hefði gengið. Jú, gaman. Ég spurði hann síðan hvort hann hefði gert einhverjar magaæfingar. Ekki vildi hann meina. Teygjur? Nei, hann kannaðist ekki við svoleiðis.
Hmm, mér þótti þetta skrýtið og fór að spurja nánar. Eitthvað varð minn elskulegi sonur þreyttur á pabba sínum. „Sko, pabbi, það getur vel verið að við höfum gert svona æfingar. Ég tók þá bara ekki eftir því!“
Ef aðeins... ef aðeins maður gæti gert maga- og teygjuæfingar án þess að taka eftir því.
Ef aðeins...
19. janúar 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli