Eins og dyggir lesendur mínir vita þá tók sonurinn upp á því að fara í golf í skólanum á haustönninni. Auðvitað langaði hann í sínar eigin golfkylfur. Getur nokkur láð honum það? Einhverjir skólafélagarnir eiga jú sitt eigið golfsett. Ég samdi því við hann. Ef hann væri duglegur að mæta og ef hann myndi skrá sig í golf á vorönninni, þá fengi hann sitt eigið golfsett.
Hann var duglegur að mæta alla síðustu önn. Er víst mjög áhugasamur, eftir því sem golfkennarinn segir. Og svo skráði hann sig í golf þegar skólinn hófst að loknu jólafríi.
Skilyrði uppfyllt.
Í gær kom því að skuldadögum.
Við Gulla fórum með hann í búð sem selur golfsett fyrir krakka og keyptum eitt. Sonurinn var himinlifandi, verður að segjast. Áðan skutumst við svo út í garð, milli skúra, og hann sýndi okkur nokkur högg.
Auðvitað var myndavélin með í för.
Fyrst þarf að halda á settinu út á völl...
... svo stilla því upp, ná í kúlur og svoleiðis.
Því næst koma kúlunni fyrir á réttan stað.
Draga djúpt andann. Taka þann tíma sem þarf.
Sveifla kylfunni langt upp fyrir haus...
... og láta vaða!
2 ummæli:
Fagmaður
Flottur!
kv.
Sigga
Skrifa ummæli