30. júlí 2011

Morgunn í Windhoek

Fyrsti morgunn í Windhoek.

Skítkalt.

En sólin er komin hátt á loft, þ.a. ég býst við að eftir klukkustund eða tvær verði hitinn orðinn fínn. A.m.k. utandyra.

Við gerðum nú frekar lítið í gær. Komum til borgarinnar um fjögurleytið. Hittum svo finnska kunningja okkar sem litu eftir bílnum okkar. Þau eru að flytja til Víetnam og annað þeirra flýgur þangað núna í dag þ.a. þetta var síðasti fundur okkar í langan tíma reiknum við með.

Svo keyptum við okkur pitsur - bestu pitsur í heimi fást nefnilega á ítölskum veitingastað í Windhoek, Sardinia - og fórum snemma í háttinn.

Mér kom á óvart hvað Rúnar Atli er spenntur yfir að vera kominn aftur til Windhoek. Kannski ætti það ekki að koma mér á óvart, því hér hefur hann átt heima megnið af sinni ævi. En, alls konar hlutir rifjuðust upp fyrir honum þegar við vorum að versla og sækja pitsurnar. Gaman að því.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...