Lítið hefur farið fyrir skrifum undanfarnar vikur. Leti hefur sjálfsagt sitt að segja þegar orsaka er leitað. Einnig hefur verið hálfgerð gúrkutíð í lífi okkar undanfarið. Já, frekar lítið í gangi.
Reyndar gerði bakið allhressilega vart við sig á föstudag fyrir viku síðan. Er búinn að vera skakkur og skældur síðan, en er smátt og smátt að réttast við á nýjan leik. Búinn að fara reglulega í hnykkingar og þær hjálpa til. Vegna bakverkja eyddi ég síðustu helgi að langmestu leyti í bælinu. Las líklega fimm bækur þá helgina. Las Ofsa og Auðnina og síðan tvær bækur eftir Paulo Cuelho. Síðan var ég orðinn svo langt leiddur að ég var kominn með námsbók frá Tinnu Rut í hendurnar. Reyndar skáldsaga sem hún las í ensku. Bók eftir höfund frá Nígeríu. Bara nokkuð góð.
Tinna Rut er komin á lokaár í skólanum. Svo blasir bara háskólanám við. Hún er að skoða ýmsa möguleika á ýmsum stöðum á hnettinum. Nei, Elli, hún er ekki farin að skoða Rússland enn...
Já, hún Tinna Rut stækkar. Fær stundum að keyra til að æfa sig fyrir bílprófið sem hún ætlar að taka á Íslandi um mánaðarmótin apríl maí. Henni gengur aksturinn ágætlega.
Rúnar Atli er algjörlega búinn að týna sér í Legókubbum. Við höfum keypt fyrir hann kubba öðru hverju. Hann liggur í þessu endalaust. Fer nákvæmlega eftir leiðbeiningunum. Þegar hluturinn er kominn saman, þá er hann rifinn sundur og byrjað upp á nýtt. Ótrúleg þolinmæði.
Svo uppgötvaði ég í gær að 25 ára stúdentsafmælið er núna í vor. Auðvitað er búið að koma á laggirnar fésbókarhópi. Þar rakst ég á svolítið af myndum frá menntaskólaárunum. Ég bara gapti. Þvílíkir krakkar... Ég man ekki betur en hafa fundist ég vera hokinn af reynslu og kunnáttu á þeim árum. Örugglega ekki einn um það. En, viðurkennast verður að útlitið benti ekki til reynslubolta og kunnáttumanna.
Svona er víst lífið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Ég er hættur að hugsa um Rússan,mér líst betur á "CANADA"
mann annars vantaði ykkur á ballið síðast liðin laugardag og aldrei heyrðist svona hátt á smíðavellinum í gamla daga eins og síðast liðin sunnudag.................
Skrifa ummæli