24. mars 2008

Skattframtalið


Húrra, húrra, þá er búið að skila skattframtalinu. Ég hef nú verið óvenjusnemma á ferðinni núna, hófst handa við þessa árlegu kvöð í byrjun mars og var síðan að dunda mér kvöld og kvöld í þessu. Þetta er nú ekki mjög flókið hjá okkur hjónunum, en þó þarf að skella inn ýmsum upplýsingum varðandi fasteignaviðskipti, dagpeninga og sitt lítið af hverju.

Ég útbjó framtalið líka fyrir Dagmar Ýri og skilaði hennar framtali kl. 20:47 að íslenskum tíma, en okkar framtali kl. 21:14. Sem sagt 27 mínútur liðu á milli. Skv. móttökunúmerinu sem uppgefið er við skil, þá skiluðu 234 framtali á þessum tíma, þ.e. næstum níu manns á mínútu. Greinilega gaman hjá Íslendingum þessa stundina.

En alltaf er ósköp gott þegar þetta er búið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gat ómögulega tengt mig við þennan pistil, er með konu í þessu.

Nafnlaus sagði...

á ekkert að blogga meira

Nafnlaus sagði...

Tek undir það meira blogg

Nafnlaus sagði...

Ferðasöguna takk fyrir, vil fá að vita hvað þú og Elli gerðuð af ykkur,eitthvað voðalegt fyrst að ekki hefur verið skrifað neitt undan farið????

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...