Ýmislegt gerðist í ferðinni og kemur ferðasagan í smáskömmtum næstu daga. Svona rétt til að vekja forvitni ykkar þá mun verða rætt um ormaát, ástæðuna fyrir því að Himbafólkið rífur úr sér framtennur í neðri góm, flóð, dýrasögur, akstur á namibískum malarvegum, loftbelgjaflug, drottningarvígslu og líklega sitthvað fleira.
Ég þarf bara fyrst að sortera í gegnum þær 600 myndir sem teknar voru í ferðalaginu svo hægt sé að sýna svart á hvítu að hlutirnir áttu sér virkilega stað.
En, ætli ég byrji ekki á einni mynd af gesti okkar. Ekki veit ég hvort hún lýsi einhverju um hversu skemmtilegir gestgjafarnir eru... Dæmi hver fyrir sig.

1 ummæli:
Hér sé stuð...
Skrifa ummæli