23. mars 2008

Gestagangur og ferðalag

Fyrir góðri viku þá birtust hér á tröppunum gestir frá Íslandi. Þar voru Elli og Allý mætt ásamt barnahópi sínum. Næsta dag var lagt af stað í langt ferðalag, sjö nátta ferð þar sem eknir voru a.m.k. 2.700 kílómetrar. Nálægt því tvær hringferðir um Ísland!

Ýmislegt gerðist í ferðinni og kemur ferðasagan í smáskömmtum næstu daga. Svona rétt til að vekja forvitni ykkar þá mun verða rætt um ormaát, ástæðuna fyrir því að Himbafólkið rífur úr sér framtennur í neðri góm, flóð, dýrasögur, akstur á namibískum malarvegum, loftbelgjaflug, drottningarvígslu og líklega sitthvað fleira.

Ég þarf bara fyrst að sortera í gegnum þær 600 myndir sem teknar voru í ferðalaginu svo hægt sé að sýna svart á hvítu að hlutirnir áttu sér virkilega stað.

En, ætli ég byrji ekki á einni mynd af gesti okkar. Ekki veit ég hvort hún lýsi einhverju um hversu skemmtilegir gestgjafarnir eru... Dæmi hver fyrir sig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér sé stuð...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...