Ég hef fylgst nokkuð með mótinu og er smátt og smátt að læra reglurnar. Hér er sko íþrótt karlmennskunnar. Er ekki nokkur vafi í mínum hug að knattleikur sá sem getið er um í Íslendingasögunum hefur líkst rúbbí.
Sjáiði bara hann Sebastian Chabal, tæplega tveggja metra jötunn í franska liðinu, fúlskeggjaður og með hár niður á herðar. Augnaráðið eitt og sér gæti rotað meðalmann. Þegar hann ryðst áfram með knöttinn þá skilur hann eftir sig blóði drifna slóð, og vita menn sem lenda fyrir honum varla í þennan heim né annan.

Kappinn hlýtur bara að vera afsprengi íslenskra víkinga, annað getur bara ekki átt sér stað.
Blóðið flýtur í stríðum straumum, en öfugt við knattspyrnu, þar sem smáhnjask skilur menn eftir sem skotna, þá í rúbbíi halda menn bara áfram blóði drifnir.

Enda er til máltæki: Gefðu meira blóð, spilaðu rúbbí.
1 ummæli:
Nei, það er ekki annað að skilja en að þetta sport sé ekki fyrir neinar kjéllingar...
Skrifa ummæli