31. október 2007

Úgandaferð

Í síðustu viku lögðum við hjónin land undir fót og skruppum til Úganda. Ekki förum við nú oft tvö ein í ferðalög, síðast fórum við til Sossusvlei, sem er túristastaður hér í Namibíu. Það var á tvítugsbrúðkaupsafmælinu. Þar á undan. Ja, ég man nú bara ekki hvenær svona lagað gerðist.

Á mánudagsmorgninum í síðustu viku lögðum við af stað. Tinna Rut og Rúnar Atli skilin eftir heima, og Flora leit eftir guttanum. Tinna sá víst mikið til um eldamennskuna. Við Gulla flugum í tvo tíma til Jóhannesarborgar, biðum þar í einhverja klukkutíma og síðan áfram til Entebbe í Úganda. Lentum þar um kvöldmatarleytið.

Frá Entebbe eru góðir 30 km til Kampala, höfuðborgarinnar. Sú leið tók um klukkutíma, enda mikið af fólki, bílum, reiðhjólum og skellinöðrum. Smávegis munur frá Namibíu þar sem 42 km frá höfuðborginni út á flugvöll taka tæpar 25 mínútur.

Gistum á golfvallarhóteli borgarinnar, ekki það að við séum mikið í höggleik. Splunkunýtt hótel og fín þægindi. Ginið og tónikkið smakkaðist vel.

Lentum reyndar í því að vakna eina nóttina við óeinkennileg hljóð. Kom í ljós eftir smáeftirgrennslan að vatn lak niður af hæðinni fyrir ofan og dropaði á skrifborð sem var í herberginu. Næsta dag vorum við flutt tveimur hæðum neðar. Sváfum vært þar.

En næsta morgun kom í ljós að heilmikið vatn hafið lekið að ofan inn á baðherbergið okkar! Gert var síðan við, svo við þurftum ekki að flytja aftur.

Ég var svo í endalausu fundastússi frá þriðjudagsmorgni fram til hádegis á föstudegi. Komst þá aðeins í búðir. Gulla hins vegar var í túristahlutum. Ferðaðist eitthvað um borgina. Fór að miðbaug þar sem hún sá vatnið renna réttsælis, rangsælis og beint niður eftir því hvorumegin við miðbaug hún staðsetti sig. Svo komst hún líka að upptökum Nílar og sigldi á báti út á Viktoríuvatn.

Á laugardagsmorgni var vaknað eldsnemma og lagt af stað út á flugvöll á nýjan leik. Fjögurra tíma flug til Jóhannesarborgar, smábið og síðan tveggja tíma flug til Windhoek. Bíllinn var enn á bílastæðinu, sem betur fer.

Síðan voru fagnaðarfundir þegar heim var komið. Ja, sonurinn fagnaði okkur, en Tinna Rut var á einhverri októberhátíð...

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...