9. ágúst 2006

Flakk

Sælt veri fólkið.

Undanfarið hef ég verið á endalausum þeytingi í vinnunni. Í síðustu
viku júlímánaðar þurfti ég að fara til Lüderitz, sem er eins mikið útúr
og hægt er hér í Namibíu. Ég þarf að fara þangað öðru hverju og flýg
yfirleitt. Í þetta sinn var ákveðið að keyra og nýta ferðina til
fundarhalds í bæ einum á leiðinni. Til að komast til Lüderitz frá
Windhoek þarf að aka 850 kílómetra. Aðeins. Þetta ferðalag tók þrjá
daga, einn dag í akstur suðureftir, einn til funda, og einn til aksturs
aftur heim. Kom heim undir kvöldmat á fimmtudegi. Síðan á sunnudeginum
var aftur lagt af stað. Nú var hins vegar stefnt norður á bóginn, til
bæjar sem heitir Oshakati. Þangað er nú styttra, ekki nema 750
kílómetrar u.þ.b. Þar eyddi ég fjórum nóttum og kom aftur heim á
fimmtudaginn í síðustu viku. Sýnist mér að aksturinn hjá mér hafi
slagað hátt í 4.000 kílómetra á þessum níu dögum.

Í dag þurfti ég svo á fund í Usakos. Þangað eru ekki nema 211
kílómetrar, svo ég skaust þangað bara eftir hádegið. Lagt af stað
rúmlega tvö, fundur hófst kortér fyrir fimm í rúman hálftíma og svo
brunað til baka. Kominn heim rétt eftir kvöldmat. Það tekur varla að
nefna svona ferðir.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...