19. júlí 2006

Bíltúr

Við Gulla skruppum í bíltúr í dag. Ég þurfti að fara til Usakos, sem er
í rúmlega 200 km. fjarlægð frá höfuðborginni. Sáum slæðing af bavíönum
á leiðinni, virtust hafa hrakist í átt að veginum vegna sinuelda sem
eru ekki óalgengir á þessum árstíma.

Ég heimsótti leikskóla sem við styrkjum í Usakos. Oft er erfitt að fara
í svona heimsóknir því manni eru sagðar sögur af börnunum. Ekki
skemmtilegar sögur, heldur sagt frá því hvaða foreldrar hafa eyðni, hvaða börn hafi misst foreldri, eitt eða bæði, úr eyðni og
líka hvaða börn hafa eyðniveiruna í sér. Get ekki annað en hugsað
hversu heppin við séum.

Kíktum á rússneskan snikkara sem hefur aðsetur í Karibib, bær 30 km.
nær höfuðborginni heldur en Usakos. Hann smíðar ótrúlegustu hluti úr
því hráefni sem Namibía býður upp á, s.s. steinum, dýrahornum og
skinnum. Þarna eru einhver þau flottustu húsgögn sem ég hef á ævi minni
séð, a.m.k. þau óvenjulegustu. Stólfæturnir eru úr kuduhornum, það eru
snúnu dýrahornin, ofboðslega flott. Við eigum örugglega eftir að versla
eitthvað af honum áður en yfir lýkur hér í Namibíu. En það erfiða
verður að velja hvað eigi að kaupa.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...