21. júlí 2006

Búðaráp og ÞEIR

Fórum í búðarölt í dag. Ég, Tinna Rut og Rúnar Atli. Höfum nú oft gert
þetta á föstudagseftirmiðdögum, en skrifstofan hjá mér er lokuð eftir
hádegið. Byrjum hálfátta á morgnana til að bæta það upp.

Hvað um það, hvað um það. Við fórum sem sagt í búðir. Fórum í Wernhil
kringluna og erum búin að fara í tvær búðir og á leið í þá þriðju,
þegar kona vindur sér að mér og spyr, næstum með þjósti, hvort ég eigi
þennan dreng þarna. Þessi drengur var Rúnar Atli sem var einhverjum
skrefum á eftir mér. Stundum þýtur hann framúr og stundum dregst hann
afturúr, svona eins og gengur. Jú, jú, ég kannast við að eiga hann. „Þú
verður að gæta hans betur, ÞEIR grípa börnin og hlaupa,“ sagði hún.

Ókeiiii...

Henni þótti greinilega fullmikið kæruleysi að leyfa drengnum að rölta
um sjálfum. Ég, hins vegar, gat nú ekki alveg áttað mig á hverjir ÞEIR
væru eiginlega. Horfði svona aðeins í kringum mig eftir þetta,
laumulega að sjálfsögðu, en sá ÞÁ hvergi. Aðallega var fjölskyldufólk á
röltinu þarna og einhverjir krakkar, táningar, að drepa tímann. Ósköp
svipað og í Kringlunni eða Smáralindinni.

Ég mun svipast eftir ÞEIM í framtíðinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu nú ekki stela litla glókollinum og ef þú finnur ÞÁ endilega segðu mér hvering ÞEIR líta út

Davíð Hansson Wíum sagði...

Díses marr, sumir eiga bara ekki að fara að heiman án þess að vera búnir að taka pillurnar sínar. Hún hefur ekki verið í spennitreyju?

Nafnlaus sagði...

Var þessi kona kannski að lifa sig aðeins of mikið inn í Lost?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...