Eitthvað var Davíð nú að gera grín að „off-road“ ævintýrum okkar hér í Namibíu. Staðreyndin er hins vegar sú, að það þarf nú ekki að aka langt til að komast í hann krappan.
Í gegnum hverfið okkar, sem heitir Litla Vindhúkk, liggur árfarvegur. Litla Vindhúkk áin, nefnist áin að sjálfsögðu. Sjaldnast er vatnsdropi í ánni og tekur maður bara eftir henni vegna þess að göturnar síga aðeins þegar ekið er yfir árfarveginn. Núna, hins vegar, þegar búið er að rigna upp á hvern einasta dag svo vikum skiptir, þá er hins vegar vatn í ánni.
Og stundum ekkert smá.
Fyrir nokkrum dögum fór ég á stjá og tók nokkrar myndir. Fylgja þær hér. Allt er þetta sama áin, en við fjórar mismunandi götur.
Ekki nema von að ein og ein númeraplata týnist.
Ef klikkað er á myndirnar þá koma stærri myndir.
Fyrsta myndin er frá Von Eckenbrecher stræti. Einu sinni bjuggum við aðeins ofar í götunni en þessi mynd er tekin.
Svo er það Nelson Mandela-vangurinn. Ein helsta umferðaræð borgarinnar gjörsamlega ófær. Ég hef aldrei nokkurn tímann séð svona mikið vatn á þessum stað. Ekki kæmi mér á óvart að dýptin þarna hafi verið rúmlega metri og nokkuð öflugur straumur.
Metje stræti, en þar mjókkar áin aðeins sem þýðir auðvitað miklu meiri kraftur í rennslið. Þetta er sú mynd sem best sýnir lætin í ánni.
Að lokum Schanzen vegur, en þar ek ég flesta daga. Ekki þó þennan dag. Þurfum við að taka á okkur heljarinnar krók til að komast milli heimilis og miðbæjarins.
Þannig að ekki er alltaf sólin í Afríkunni.
2. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
3 ummæli:
Hva, Gulla alltaf að dásama rigninguna, þarna sérðu hvað kemur út úr því. Það eru margar hætturnar sem þróunarstarfsfólk þarf að glíma við, ekki bara gleraugu!
Rigning er góð en eins og allt er hún góð í hófi annars mann ég eftir fótbroti,pallbíl og ansi hætturlegri ökuferð á slysó............
Elli
Já hætturnar leynast víða, he he
kv,
Gulla
Skrifa ummæli