Eftir að tölvan hennar Tinnu Rutar var endanlega send í ruslið, eins og lesa má um hér, þá erfði hún gamla Makkafartölvu sem systir hennar átti einu sinni. Sú verður þolanleg fyrir Tinnu Rut í sínu háskólanámi, a.m.k. í bili.
Vandamál var þó að rafhlaða tölvunnar er á síðasta snúningi og svo tók spennubreytirinn á því að gefast upp. Þ.a. Gulla og Tinna Rut hafa þurft að deila spennubreyti síðustu vikur.
Ég hef vafrað um netið undanfarið að leita að þessum tveimur aukahlutum fyrir tölvuna. Þá er hægt að kaupa af Makkaumboðinu heima, epli.is, en rafhlaðan kostar þar 28.491 kr - með afslætti - og spennubreytirinn 14.241 kr. Samtals nærri því 43 þúsund krónur.
Aðeins.
Mér fannst þetta svolítið blóðugt.
Um helgina fór ég því að leita á kanadískum vefsíðum. Tinna Rut er jú í háskóla í því fína landi.
Er skemmst frá að segja að ég datt niður á þessa fínu vefsíðu, BattDepot.ca, og fór að leita þar. Endaði ég á að kaupa bæði rafhlöðuna og spennubreytinn í gegnum þetta fyrirtæki og láta senda heim að dyrum til Tinnu Rutar. Með sendingargjaldi og söluskatti greiddi ég tæpa 78 Kanadadali fyrir þetta.
Hvað er það mikið í íslenskum krónum?
Jú, rétt innan við 9.000 krónur!
Rétt rúmlega fimmtungur af því sem þetta kostar á Fróni.
Ég átti von á að kanadíska verðið væri 50-70 prósent af því íslenska. En 21%?
Hvernig má þetta vera?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli