Þá líður að því að hún Tinna Rut mín haldi aftur til Kanada í háskólanámið sitt. Kortér yfir þrjú á morgun að staðartíma eftir hádegi flýgur hún frá Windhoek. Þaðan til Jóhannesarborgar og þaðan til Lundúna og svo áfram til Keflavíkur. Þar lendir hún klukkan þrjú á miðvikudagseftirmiðdag. Á föstudaginn leggur hún svo af stað til Kanada.
Langt og strangt ferðalag.
Enginn veit hvenær hún kemur aftur til Namibíu, því vera okkar allra styttist hér.
En hún er sem sagt búin að vera hér í fjóra mánuði í þetta sinn. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Mér finnst eins og í gær þegar ég var að kveðja hana fyrir utan skólann hennar í Prince George. Þó var það í fyrstu viku janúar (í tæplega 30 stiga gaddi - brrr). Og nú þarf að kveðja hana á nýjan leik.
Æ, það verður leiðinlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
sæll, Ég var á netinu að leita af teikningum af bílarúmi fyrir son min og rakst á bloggið með bílarúminu sem þú smíðaðir einu sinni, geturu gefið mér upplýsingar um hvar í veröldinni þú fannst svona teikningar ? :) æðislegt rúm :) mbk asdish89@hotmail.com
Skrifa ummæli