Þá eru prófin hjá Tinnu Rut búin. Tíundi bekkur yfirstaðinn og nú tekur við sumarfrí fram í miðjan janúar. Mikil ánægja að þessi prófraun sé yfirstaðin, bæði hjá Tinnu Rut sem og foreldrunum. Nú eru bara tvö ár eftir þar til stúdentsprófið, ja, eða ígildi þess, verður komið í hús.
Íslandsferðin er næst á dagskrá, rétt rúmar tvær vikur í brottför frá Namibíu. Við hlökkum öll til að komast í svalt veður og jólaskammdegi með tilheyrandi ljósadýrð. Sama hversu lengi við búum hér, þá er einfaldlega stórfurðulegt að heyra jólalög og skoða jólaskreytingar í 32 stiga hita.
25. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
2 ummæli:
Hlakkar ykkur til að komast til Íslands út af veðrinu og jólastemningunni?
Ekkert vera að nefna að ég er líka á Íslandi...tss
Þá vitum við það Dagmar mín að þú ert ekki efst í huga Afríkubúanna, heldur myrkur, kuldi og jólaljós:-)
Skrifa ummæli