28. nóvember 2007

Ljósaperurnar


Í stofunni hjá okkur er nokkuð hátt til lofts. Ein hæð var látin hverfa þegar húsið var tekið í gegn og því er í raun tvöföld lofthæð.

Mjög flott.

En galli er þó á gjöf Njarðar, nefnilega að ekki er alltof létt verk að skipta um ljósaperur. Ég er hálflatur við þetta. Leiðist að hanga í stiga og reyna að vinna uppfyrir mig.

Tinna Rut tók sig því til - með stuðningi móður sinnar - og skellti sér upp í stigann í gærkvöldi. Auðvitað var tuðað yfir því að faðir hennar gerði þetta ekki. Hún lét sig þó hafa þetta og nú eru allar perur í góðu lagi.

A.m.k. á þessum vegg...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko það þurfti bara tvær konur til að skipta um peru, en það þurfti einn mann til að blogga um það:-) Því konunum fannst það ekki vera vera neitt merkilegt að skipta um ljósaperur, en á hinn bóginn fannst þér þetta svo merkilegt að það var ekki bara bloggað um þetta heldur tókstu líka mynd:-) Koss og knús til ykkar allra.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...