7. nóvember 2007

Gróðurhúsaáhrifin

Hér er búið að vera þokkalega heitt undanfarna daga. Við höfum rætt svolítið við Rúnar Atla að hitt og þetta geti bráðnað þegar sólin er svona heit.

Hann hefur líka svolítið verið að spá í muninn á strákum og stelpum, en munurinn liggur auðvitað í hvort fólk sé með sponna eða pjásu. Þetta er svolítil spurning um hvort hægt sé að skipta um græjur, t.d. með því að toga nógu fast í sponnann.

Nóg um það. Við sátum öll fjölskyldan í bílnum um daginn og eitthvað barst hitinn í tal. Segir þá guttinn: "Ef sponninn bráðnar, þá fæ ég pjásu!"

Það er nefnilega það.

Nú er loksins komin skýring á gróðurhúsaáhrifunum.

Þetta er auðvitað rauðsokkuplott til að losna við okkur karlmenn!

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...