Hér á suðurhveli jarðar er sumarleyfistími og því við hæfi að skreppa í smáferðalag. Við tvíbíluðum til búgarðar sem heitir Omaruru Game Lodge. Á ýmsu gekk á leiðinni. Vilhjálmur var búinn að finna styðstu leiðina á kortinu, en reyndar svokallaðir „D“ vegir góðan hluta leiðarinnar. Þessir D vegir eru malarvegir, svona misgóðir. Hvað um það, af stað var lagt um hádegisbil á annan í jólum. Ferðin gekk bara vel. Sáum við gíraffa utan vegar og auðvitað var stöðvað til að virða þær skepnur fyrir sér. Síðan var haldið áfram, þar til allt í einu varð stærðarinnar pollur á vegi okkar. Annar bíllinn rúllaði létt yfir, enda fjórhjóladrifinn jeppi, en hinn... við reyndum ekki einu sinni. Nú voru góð ráð dýr. Við skoðuðum kortið og sáum að hægt var að taka á sig krók. Við beint í það. Ýmsir smápollar urðu á vegi okkar, jeppinn öslaði í gegn og litli bíllinn fleytti kerlingar yfir.
En svo kom reiðarslagið. Risapollur, sjálfsagt 30 sm djúpur og ekkert nema drulla og leðja. Því var ekkert hægt að gera nema snúa við og finna „C“ veg. Þessi útúrdúr var svo sem ekkert mjög langur á namibískan mælikvarða, svona rétt eins og leiðin frá Reykjavík til Grundarfjarðar.
Ferðin gekk síðan áfallalaust fyrir sig þar til komið var til Omaruru, lítils bæjarfélags um 15 km frá búgarðinum. Smekklegur bær og þar sem ég er að rúnta í gegn og virða fyrir mér byggingar bæjarins, hringir gemsinn. „Það er sprungið á þeim litla!“
Því var snúið við og tekið við að skipta um dekk. Gulla hafði reyndar valið fínan stað fyrir svona lagað. Beint fyrir utan lögreglustöð bæjarins. Lögguliðið stóð þarna og fylgdist með aðförunum. En við þurftu svosum ekki að óttast að vera rænd á meðan.
Smáupplýsingar fyrir einn fastan lesenda þessara dagbókarfærslna: Þegar búið var að skipta um dekk þá var ég leiddur að garðslöngu lögreglustöðvarinnar til að geta þvegið mér um hendur. Vegamót hvað?
Við komumst síðan á leiðarenda svona u.þ.b. þremur tímum seinna en áætlað var. Rétt fyrir kvöldmat.
En á búgarði þessum kemst maður í nána snertingu við dýr landsins eins og sést á myndunum. Bæði spjóthafur (e. oryx) og hvítan nashyrning.
Látum myndirnar enda þessa færslu.
30. desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Eitt lykilatriði í þessu er hvort vatnið í garðslöngunni hafi verið heitt eða kalt. Á Vegamótum hérna í den var það kalt og hafði það mest um það að segja að klígjuviðbrögð mín voru eins og þau voru næstu árin þegar ég keyrði þarna framhjá.
Skrifa ummæli