21. desember 2006

Þögnin rofnar

Þá heyrist loksins píp frá manni. Búið að vera vandamál með
nettenginguna, var sambandlaus heimavið í rúman hálfan mánuð. En þau
mál komin í lag.

Allt í góðum málum annars. Öll fjölskyldan á staðnum og amman líka.
Við Gulla stungum af í tvær nætur í síðustu viku til að halda upp á
tuttugu ár í hjónabandinu. Fórum á stað sem heitir Sossusvlei,
kannski 350 km fyrir sunnan Windhoek. Sátum þar hönd í hönd með gin
og tónik að horfa á sólarlagið. Mjög flott.

Núna er verið að hefja jólaundirbúning, en reyndar er búið að vera
svo heitt að maður getur sig varla hreyft þegar loftkælingar hverfa
úr augsýn. Nær 40 gráðum en 30 marga daga. En við eigum nú fastlega
von á því að jólin komi nú á réttum tíma, þrátt fyrir sól og hita.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkominn aftur

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...