Þá eru þrír tímar í jólin. A.m.k. hér í Namibíu. Ætli séu ekki fimm
tímar á Íslandi...
Hér gerði úrhellisskúr áðan. Alveg stórkostlegt, því þá datt hitinn
niður í 26-27 gráður. Alveg temmilegt og fínt upp á kvöldið að gera.
Hér liggur maður á bæn að biðja um rigningu. Ekki alveg það íslenskasta.
Annars var jólasteikin að fara í pottinn. Hamborgarahryggur keyptur í
Namibíu. U.þ.b. 750 krónur á kílóið kostaði hann. Hangikjötið fyrir
jóladag var soðið í gærkvöldi. Það var nú ekki keypt í Namibíu.
Reyndar ekki. Í morgun elduðum við brönsj, kanadískar pönnukökur og
beikon. Það dugir fram að kvöldmat, enda hægt að dýfa í nammiskálina
ef með þarf.
Pakkarnir liggja í stofusófanum og bíða þess að fara undir tréið.
Rúnar Atli virðist átta sig svolítið á þessu. A.m.k. skilur hann að
einhver bið er í gangi og að svo megi opna jólapakkana. Forvitnilegt
verður að sjá hvort hann muni tapa sér í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli