25. desember 2006
Jóladagur
Þá er aðfangadegi ársins 2006 lokið. Fínn matur og fullt af pökkum. Kærar þakkir til allra sem sendu okkur pakka og jólakveðjur.
Var að líta áðan yfir gjafirnar mínar og ég hef tekið eftir ákveðinni hneigð frá bókagjöfum til kvikmynda á mynddiskum. Það virðist sem auðveldara sé að velja myndir heldur en bækur. Ég held þetta sé svipað hjá mér sjálfum, valdi örugglega fleiri kvikmyndir heldur en bækur í jólapakka sem við gáfum. Sjálfsagt er þetta eitthvað fyrir félagsfræðinga til að skrifa lærðar greinar um.
Við Gulla skruppum svo í búðina áðan. Já, á jóladag. Ein matvörubúðin í hverfinu var opin til 13:00 í dag. Og það var allt brjálað að gera tuttugu mínútum fyrir lokun. Hmm, skyldu íslenskir verslunareigendur vera að missa af einhverju?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Gleðilega hátíð frá kalda Íslandi. Við notuðum namibískar servíettur í gærkvöldi með jólamatnum ykkur til heiðurs. Kærar þakkir fyrir strákinn, hann er rosa ánægður með bókina.
Skrifa ummæli