24. mars 2018

Skroppið í frí

Ég sit um borð í flugi FI500 á leið til Amsterdam. Ekki einn á ferð, heldur erum við hjónin á leið í frí. Við byrjum í Amsterdam, en þar eigum við náttstað í tvær nætur. Þaðan fljúgum við síðan til Lissabon og gistum í eina nótt þar. Síðan höldum við austur á bóginn í bílaleigubíl og ætlum að búa um okkur, fram á föstudag, í litlum bæ sem heitir Évora. Á föstudag förum við að vinna okkur aftur heim á leið með einnar nætur stans í Amsterdam. Ævintýrinu lýkur svo á laugardaginn eftir viku þegar flug FI501 snertir niður í Keflavík.


Okkur Gullu reiknast til að þetta sé í fyrsta sinn sem við ferðumst saman ein í flugvél! Það er magnað eftir 31 ár í hjónabandi og hafandi átt heimili í sex löndum í þremur heimsálfum. En er samt alveg dagsatt.


Svona er nú lífið stundum skrýtið.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...