12. febrúar 2014

Lítill hlekkur

Stundum eru hlutirnir sem skemma fyrir manni ekki stórir. Lítil þúfa veltir þungu hlassi og þar fram eftir götunum.

Á leiðinni til vinnu í morgun tóku gírarnir á reiðhjólinu að haga sé undarlega rétt áður en ég komst á leiðarenda. Keðjan tók upp á því að rúlla milli gíra án þess ég væri nokkuð að skipta um gír. En svo mætti ég til vinnu og leiddi ekki hugann meira að þessu.

Svo lagði ég af stað heim á leið. Strax - ekki Vigdísar-strax, heldur venjulegt strax - tók hjólið upp á þessum óumbeðnu skiptingum. Ég dæsti, fór af fáknum og hóf skoðun á græjunni. Sá vandamálið strax. Einn hlekkur í keðjunni var bara hálfur. Stykki hafði brotnað úr og greinilega ekki langt í að keðjan slitnaði alveg. Ég sá sæng mína uppreidda og reddaði bílfari heim.

Nú bíður viðgerð, en ég fer víst á bílnum til vinnu í fyrramálið.

 

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...