5. febrúar 2014

Í hnakkinn á ný

Í gær settist ég rétt fyrir klukkan sjö að morgni og fór í fyrstu alvöru hjólaferðina mína eftir mjaðmaaðgerðina. Ég hef svona hummað þetta fram af mér frá því ég kom aftur til Lílongve, fundið hinar og þessar misgáfulegar ástæður til að fresta þessu. Líklega þó bara nervösítet yfir að nota nýja títanliðinn á þennan hátt.

En í gær rann sem sagt stóri dagurinn upp og ég hjólaði til vinnu. Það gekk bara ósköp vel. Fann smáþrýsting í mjaðmaliðnum svona fyrstu tvo, þrjá kílómetrana, en svo hvarf það. Svona tilfinningu hef ég iðulega fundið þegar ég byrja á einhverjum nýjum hreyfingum. Ég hjólaði svo aftur heim seinnipartinn og til vinnu aftur í morgun.

Gott er að vera kominn af stað á ný. Vegalengdirnar eru frá því að vera rétt undir átta kílómetrum upp í tíu kílómetrar. Allt eftir því hvaða leið er valin.Nú er ég kominn með þetta líka fína forrit á símann minn sem fylgist með öllum mínum hreyfingum. Hér til hægri á síðunni sést núna yfirlit yfir nýjustu ferðir.

Smápressa þar með að yfirlitið uppfærist reglulega...

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...