Í morgun var beltapróf. Rúnar Atli var með appelsínugula beltið þegar sólin kom upp í morgun, en er núna kominn með fyrra græna beltið - hálft grænt og hálft appelsínugult. Karate er vinsælt hjá krökkum hér í borginni. Líklega voru milli 80 og 90 krakkar þarna í morgun.
Prófið var í alltof litlum sal svo erfitt var að setja sig í ljósmyndarastellingar. Þó náði ég nokkrum myndum sem fylgja hér með.
Maður þarf að ná niður í gólf í teygjunum |
Upphitun |
Menn líta fagmannlega út |
Allt gert eftir kúnstarinnar reglum |
Einbeiting |
Kurteisi og agi er kennt í karate - alltaf þarf að ljúka æfingu á réttan hátt |
Foreldrar í Lílongve eru tæknivæddir |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli