
28. júlí 2008
12. júlí 2008
Bág bíóferð
Ætluðum í bíó áðan, ég, Gulla og Rúnar Atli. Kúngfú panda heitir myndin og er sýnd kortér gengið í þrjú. Við mætum um tvöleytið og skiptum liði. Ég í miðaröðina og Gulla í poppröðina. Hér er það sem sagt þannig að hægt er að kaupa popp og gos án þess að fara inn í bíóið. Ég kemst að lúgunni - nei, því miður er uppselt... og í því sný ég mér við og mæti Gullu og Rúnari Atla með fangið fullt af poppi og kóki!!
En við dóum ekki ráðalaus, fórum bara með gómsætið heim og horfðum á leitina að Nemó á mynddiski.
En, ekkert jafnast á við bíópopp...
En við dóum ekki ráðalaus, fórum bara með gómsætið heim og horfðum á leitina að Nemó á mynddiski.
En, ekkert jafnast á við bíópopp...
2. júlí 2008
Víkingablóðið
Tók eftir því í gær þegar ég sótti Rúnar Atla á leikskólann að hann var aðeins hruflaður á nefinu.
„Dattstu?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði sá stutti.
„Nú, hvað kom fyrir?“ var næsta spurning.
„Ég var í slag!“ kom svarið.
„Slag!“ hrópaði ég upp yfir mig alveg gáttaður, „og fórstu að gráta?“
„Nei, en Song fór að gráta...“
„Dattstu?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði sá stutti.
„Nú, hvað kom fyrir?“ var næsta spurning.
„Ég var í slag!“ kom svarið.
„Slag!“ hrópaði ég upp yfir mig alveg gáttaður, „og fórstu að gráta?“
„Nei, en Song fór að gráta...“
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...