En svo kom reiðarslagið. Risapollur, sjálfsagt 30 sm djúpur og ekkert nema drulla og leðja. Því var ekkert hægt að gera nema snúa við og finna „C“ veg. Þessi útúrdúr var svo sem ekkert mjög langur á namibískan mælikvarða, svona rétt eins og leiðin frá Reykjavík til Grundarfjarðar.
Ferðin gekk síðan áfallalaust fyrir sig þar til komið var til Omaruru, lítils bæjarfélags um 15 km frá búgarðinum. Smekklegur bær og þar sem ég er að rúnta í gegn og virða fyrir mér byggingar bæjarins, hringir gemsinn. „Það er sprungið á þeim litla!“
Því var snúið við og tekið við að skipta um dekk. Gulla hafði reyndar valið fínan stað fyrir svona lagað. Beint fyrir utan lögreglustöð bæjarins. Lögguliðið stóð þarna og fylgdist með aðförunum. En við þurftu svosum ekki að óttast að vera rænd á meðan.
Smáupplýsingar fyrir einn fastan lesenda þessara dagbókarfærslna: Þegar búið var að skipta um dekk þá var ég leiddur að garðslöngu lögreglustöðvarinnar til að geta þvegið mér um hendur. Vegamót hvað?
Við komumst síðan á leiðarenda svona u.þ.b. þremur tímum seinna en áætlað var. Rétt fyrir kvöldmat.
En á búgarði þessum kemst maður í nána snertingu við dýr landsins eins og sést á myndunum. Bæði spjóthafur (e. oryx) og hvítan nashyrning.
Látum myndirnar enda þessa færslu.

