Einhvern tímann í fyrra átti að kjósa í nemendaráð, einhvers lags, í skólanum hans Rúnars Atla. Einn fulltrúi er valinn úr hverjum bekk og einn til vara. Rúnar Atli lagði töluvert á sig að útbúa framboðsræðuna, en ekki hlaut hann kosningu. Mér fannst svolítið merkilegt, og reyndar flott, að hann kaus ekki sjálfan sig heldur einhverja stúlku. „Ræðan hennar var betri en mín,“ sagði hann, „og þess vegna kaus ég hana.“
Núna í vikunni voru kosningar í nemendaráðið, enda komið nýtt skólaár. Rúnar Atli fór í framboð og útbjó aðra ræðu, sem hann flutti svo á miðvikudaginn var.
Aðspurður sagði hann að vel hefði gengið að flytja ræðuna.
„Og kaustu sjálfan þig?“ spurði ég.
„Nei,“ var svarið. „Mér finnst eigingjarnt að kjósa sjálfan sig.“
Þá veit maður það. Hversu margir pólitíkusar skyldu nú hugsa á þennan hátt?
Svo í gær voru niðurstöður kosninganna kynntar.
Rúnar Atli vann!
Bekkjarforseti, hvorki meira né minna.
Ég var alveg steinhissa, en auðvitað rígmontinn.
Nú þarf hann að fórna a.m.k. einum frímínútum í viku til að funda með öðrum bekkjarfulltrúum og tveimur kennurum sem stýra starfinu. Ég veit satt að segja ekki alveg hvað felst í starfi nemendaráðsins, en það kemur í ljós.
Ekki hefur drengur þennan félagsmálaáhuga frá mér, svo mikið er víst. Móðir hans var víst eitthvað í svona stússi í grunnskóla á sínum tíma, svo kannski kemur þetta þaðan.
Hver veit?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli