Hér í Namibíu er Valentínusardagur runninn upp, og hann er stór hér á bæ. Blómabúðir eru yfirfullar af fólki sem berjast um síðustu blómin til að tjá ást sína. Undanfarna daga hafa dunið á mann auglýsingar í útvarpi og blöðum, svo mér finnst nú eiginlega alveg nóg um. Ég tók mig nú til í gærkvöldi og bakaði tertu sem ég færði kvenfólkinu á skrifstofunni. Vakti mikla lukku. Alltaf gaman hvað konum finnst fráleit hugmynd að ég geti bakað.
14. febrúar 2006
Bloggað áný
Jæja, smástund milli stríða í vinnunni, svo ég skelli nokkrum orðum inn. Hér er enn beðið eftir internettengingu heim, þ.a. tölvan er einungis 20% af því tæki sem hún á að vera. En vonandi fer að rætast úr þessu á næstu dögum og þá - vona ég - verða skrifin regluleg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...