Þá er skólinn hjá syninum að hrökkva í gang og allt sem honum fylgir. Enda vorar hér og hlýnar dag frá degi. Í morgun var fyrsta knattspyrnuæfing vorsins hjá laugardagklúbbnum sem Rúnar Atli mætir á æfingar hjá.
Fyrsta spurning mín til drengsins í morgun var: „Hvaða fótboltatreyju viltu fara í á æfingu?“
Hann á nefnilega margar flottar treyjur. Ætli fingurnir dugi til að telja þær allar? Ekki er ég viss um það. Ýmis glamúrlið eru þar í hópi, t.d. Ítalíumeistarar Júventuss sem og Mílanó, sem lenti jú í öðru sæti í ítölsku deildinni. Man. Utd. er auðvitað þarna einhvers staðar og náttúrulega er Valstreyja ofarlega í skápnum. Síðan eru landsliðin, Holland, Portúgal, Svíþjóð og Ísland auðvitað. Meira að segja á drengurinn landsliðstreyju Tansaníu. Einhverjar fleiri flottar treyjur leynast í skápnum.
Í hvað vildi hann svo fara?
Jú, hann settist upp með stírurnar í augunum, horfði hissa á mig og sagði svo: „Leiknisbúninginn.“
Hvað annað?
Menn eru trúir sínu liði. Inn fyrir bein, alla leið inn að mergi.
Myndin hér til hægri sýnir kappann á leið á æfinguna. Treyja, buff, buxur, sokkar og taska allt merkt Stolti Breiðholtsins. Það eina sem vantar er Leiknismerkið á skóna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...